Skip to content

Aðalfundur foreldrafélagsins í kvöld kl. 20: https://us02web.zoom.us/j/88182679003

Kæru foreldrar

Við minnum á rafrænan aðalfund foreldrafélagsins í kvöld.

Hlekkur á fundinn er hér; https://us02web.zoom.us/j/88182679003

Dagskráin er eftirfarandi:

 1. Erindi frá Önnu Steinsen hjá Kvan.

Heilbrigt sjálfstraust og sterk sjálfsmynd.
Ungt fólk í dag er ekki eingöngu að takast á við tíma Covid heldur líka allskonar áreiti frá samfélagsmiðlunum þar sem er heilmikill samanburður, kvíði, minni svefn og fleira. Það vilja allir standa sig vel og þau upplifa oft heilmiklar kröfur. Hvernig getum við sem foreldrar stutt þau sem best og hjálpað til við að byggja upp jákvæða og heilbrigða sjálfsmynd.

 1. Skýrsla stjórnar
 2. Skýrsla skólaráðs
 3. Reikningar félagsins
 4. Kosning stjórnar (Óskað er eftir að áhugasamir foreldrar gefi sig fram á tölvupósti á ffretto@gmail.com)
 5. Kosning tveggja skoðunarmanna (Óskað er eftir að áhugasamir foreldrar gefi sig fram á tölvupósti á ffretto@gmail.com)
 6. Kosning fulltrúa í skólaráð Það vantar einn fulltrúa til tveggja ára og annan til vara (Óskað er eftir að áhugasamir foreldrar gefi sig fram á tölvupósti á ffretto@gmail.com)
 7. Tillögur að starfsáætlun fyrir næsta ár. Ekki verða kynnt starfsáætlun að þessu sinni þar sem óljóst er hvernig starfsemin verður þennan vetur.
 8. Ákvörðun félagsgjalda. Búið er að senda út greiðsluseðla fyrir þetta skólaár með óbreyttu gjaldi, 2500 kr.
 9. Breytingar á starfsreglum. Ekki stendur til að gera breytingar á starfsreglum að þessu sinni.
 10. Önnur mál

Þetta ár hefur fært okkur margar nýjar áskoranir í hinu daglega lífi. Ein af þeim er að við neyðumst til að halda þennan fund rafrænan. Skv. Lögum félagsins hefði átt að halda fundinn í september en vegna tilmæla Almannavarna var ekki hægt að notast við húsnæði skólans og stjórn vildi heldur ekki vera að stefna saman hópi fólks úr ólíkum áttum. Það að hafa fundinn rafrænan gerir kosningar erfiðar í framkvæmd en stjórnin leggur til það afbrigði að lesin verði upp nöfn þeirra sem hafa sent tölvupóst fyrir fundinn og ef ekki koma fram athugasemdir teljist þau réttkjörin í stjórn.

https://rettarholtsskoli.is/starfsreglur-foreldrafelagsins/