Skip to content

Áhrif verkfalla á skólastarf í Réttó

Ákvörðun hefur verið tekin af hálfu Skóla- og frístundasviðs að ekki verður hægt að halda úti kennslu í Réttarholtsskóla eins og hefur verið gert hingað til vegna verkfalla og ytri áhrifa.  

Nemendur 10. bekkjar mæta þó í skólann á morgun 6. mars eins og áður var ákveðið en skóla lýkur kl. 12:15 og ekki verður boðið upp á hádegismat. Í næstu viku verða einungis samræmd könnunarpróf í 9. bekk eins og áður hefur komið fram og tímasetningar hanga á töflu og á vikuáætlun nemenda inni á Mentor. 

Kennsla fer ekki fram í skólanum fyrr en starfsmenn Eflingar koma aftur til starfa.  

Kennarar munu halda áfram að setja upplýsingar inn á Mentor og efni á Google Classroom og hægt verður að vera í sambandi við þá og okkur varðandi námsefni og aðstoð við það. 

Öllum fyrirspurnum og athugasemdum sem snúa að þessari ákvörðun verður svarað af hálfu Skóla – og frístundasviðs á netfangið sfs@reykjavik.is 

Við vonumst til að skólastarf komist aftur í fastar skorður sem allra allra fyrst.

Kær kveðja, 

Margrét, Linda og Jón Pétur