Skip to content
08 mar'21

Samræmdu könnunarprófunum í stærðfræði og ensku frestað

Rétt í þessu barst okkur tilkynning frá menntamálastofnun um að samræmdu prófunum í stærðfræði og ensku verði frestað. Enn hefur ekki fundist lausn við þeim tæknilegu vandamáum sem komu upp í prófinu í morgun. Stofnunin er nú að greina stöðuna með þjónustuaðila prófakerfisins og vinna að viðeigandi úrlausn. Við gerum ráð fyrir að leggja prófin…

Nánar
26 jan'21

Nikótínpúðar skaðlaust fikt? Fyrirlestur í kvöld 26.1. kl. 20:00

Á undanförnum árum hefur hefur orðið sprenging í notkun ungmenna á nikótínpúðum á meðan notkun þeirra á rafrettum dregst hratt saman. Í kvöld, þriðjudaginn 26. janúar, kl. 20.00, stendur Foreldrafélag Réttarholtsskóla fyrir rafrænum fyrirlestri um þær hættur sem stafa af notkun nikótínpúða. Fyrirlesari er Lára G. Sigurðardóttir, læknir og doktor í lýðheilsuvísindum. Í fyrirlestrinum mun…

Nánar
18 des'20

Jólakveðja

Kæru fjölskyldur. Jólakveðja frá starfsfólki skólans (Myndband) Við starfsfólk Réttarholtsskóla sendum ykkur okkar bestu óskir um gleðileg jól og þökkum fyrir einstakt samstarf allt síðasta ár. Árið 2020 hefur verið ansi óhefðbundið og verkefnin margvísleg og öðruvísi. Krakkarnir ykkar hafa staðið sig með sóma og við erum stolt af unglingahópnum okkar í Réttó. Okkur langar…

Nánar
20 ágú'20

Skólabyrjun 2020

Kæru foreldrar/forráðamenn. Hér er fréttabréf með helstu upplýsingum um skólabyrjun. Bestu kveðjur, starfsfólk Réttarholtsskóla.

Nánar
07 ágú'20

Skólasetning 24. ágúst

Skólasetning í Réttarholtsskóla verður mánudaginn 24. ágúst. Kennsla hefst líka þann daginn að skólasetningu lokinni. 8. bekkur mætir á sal kl. 9.00  9. bekkur mætir á sal kl. 8.30 10. bekkur mætir á sal kl. 9.30 Hlökkum til að sjá ykkur öll.

Nánar
28 maí'20

Síðustu dagar skólaársins

  Á morgun föstudag er starfsdagur kennara og frí hjá nemendum. Á mánudaginn er síðan annar í hvítasunnu. Kl. 17:00 í dag verður bein útsending á RÚV frá Skólahreystikeppni grunnskólanna. Lið Réttarholtsskóla er skipað eftirfarandi nemendum: Bryndís Eiríksdóttir Sigrún Edda Arnarsdóttir Uggi Jóhann Auðunsson Valgeir Einir Borgarsson Við hvetjum ykkur að sjálfsögðu til að horfa…

Nánar
15 maí'20

Guðrún Dís í 10. bekk gefur út bók

Alltaf gaman að segja frá hæfileikaríkum nemendum skólans en Guðrún Dís Jóhannsdóttir er einn þeirra. Hún gaf út bókina Gyðjurnar sem skýin gleypa nú á vordögum. Bókin inniheldur skemmtilegar smásögur og ljóð sem Guðrún Dís hefur samið og safnað saman. Við óskum henni innilega til hamingju með þetta frábæra verk og hlökkum mikið til að…

Nánar