Skip to content
28 maí'20

Síðustu dagar skólaársins

  Á morgun föstudag er starfsdagur kennara og frí hjá nemendum. Á mánudaginn er síðan annar í hvítasunnu. Kl. 17:00 í dag verður bein útsending á RÚV frá Skólahreystikeppni grunnskólanna. Lið Réttarholtsskóla er skipað eftirfarandi nemendum: Bryndís Eiríksdóttir Sigrún Edda Arnarsdóttir Uggi Jóhann Auðunsson Valgeir Einir Borgarsson Við hvetjum ykkur að sjálfsögðu til að horfa…

Nánar
15 maí'20

Guðrún Dís í 10. bekk gefur út bók

Alltaf gaman að segja frá hæfileikaríkum nemendum skólans en Guðrún Dís Jóhannsdóttir er einn þeirra. Hún gaf út bókina Gyðjurnar sem skýin gleypa nú á vordögum. Bókin inniheldur skemmtilegar smásögur og ljóð sem Guðrún Dís hefur samið og safnað saman. Við óskum henni innilega til hamingju með þetta frábæra verk og hlökkum mikið til að…

Nánar
06 maí'20

Námsmatsdagar 25. – 28. maí 2020

Hér má finna allar upplýsingar um námsmatsdaga og skólalok í Réttarholtsskóla vorið 2020 Nemendur í 8. og 9. bekk munu fá tíma á námsmatsdögum þar sem þeir verða prófaðir í lesfimi

Nánar
30 apr'20

Kærar þakkir fyrir gjöfina kæru foreldrar

Formenn foreldrafélagsins færðu skólanum veglega gjöf í lok síðustu viku. Við erum í skýjunum með 12 nýjar fartölvur sem eiga eftir að koma sér einkar vel í kennslu. Við þökkum innilega fyrir okkur ykkur kæru foreldrar.

Nánar
13 apr'20

Skólahald eftir páskaleyfi

Nú hefst skólastarf aftur eftir páska þriðjudaginn 14. apríl. Reglur samkomubanns eru enn í gildi og verða a.m.k til 4. maí. Og skólastarfið því háð áfram þeim takmökunum sem bannið setur okkur.  Hver hópur getur ekki verið stærri en 17 nemendur þannig að mögulega þarf að koma til þess að einhverjir verði heima einstaka daga.…

Nánar
05 mar'20

Áhrif verkfalla á skólastarf í Réttó

Ákvörðun hefur verið tekin af hálfu Skóla- og frístundasviðs að ekki verður hægt að halda úti kennslu í Réttarholtsskóla eins og hefur verið gert hingað til vegna verkfalla og ytri áhrifa.   Nemendur 10. bekkjar mæta þó í skólann á morgun 6. mars eins og áður var ákveðið en skóla lýkur kl. 12:15 og ekki verður…

Nánar
27 feb'20

Vikan 3. – 6. mars í Réttó

Vetrarleyfisdagar 28. febrúar og 2. mars. Þriðjudaginn 3. mars – mæta allir 8. bekkingar í skólann – stundatafla dagsins á Mentor. Miðvikudaginn 4. og 5. mars – mæta allir 9. bekkingar í skólann – stundatafla á Mentor. Föstudaginn 6. mars – mæta allir 10. bekkingar í skólann – stundatafla á Mentor eftir helgina. Allir nemendur…

Nánar
20 des'19

Jólaleyfi

Starfsfólk Réttarholtsskóla óskar ykkur öllum gleðilegra jóla og farsæls komandi árs. Með kærri þökk fyrir samstarfið á árinu sem er að líða. Kennsla hefst aftur samkvæmt stundatöflu föstudaginn 3. janúar 2020.

Nánar
21 nóv'19

Réttó réttir hjálparhönd 2019

Góðgerðardagur Réttarholtsskóla var haldinn 6. nóvember síðast liðinn. Í ár styrkir skólinn Stígamót en ágóðinn verður afhentur í desember. Hér má sjá myndband frá deginum Með öllum seldum fuglum fylgdi happdrættismiði og eftirfarandi númer hafa verið dregin út: 367,251,227,498,186,214,259,282,375,501,849,359,131,211,860,271,278,654,429,195,111,854,353, 420,778,232,629,426,306,153,198,333 Vinninga má vitja á skrifstofu skólans.

Nánar