Skip to content
29 jan'20

Nemendur lesa ljóð sín fyrir kennara

Þær Esja Kristín Siggeirsdóttir og Guðrún Dís Jóhannsdóttir, nemendur í 10. bekk í Réttarholtsskóla, lásu frumsamin ljóð á samkomu Samtaka móðurmálskennara á föstudaginn síðastliðinn og stóðu sig með prýði! Þær mættu á svokallaðanskemmdegisfund Samtakanna og lásu ljóð sín fyrir gesti fundarins ásamt öðrum ungum ljóðskáldum. Það verður spennandi að fylgjast með þessum stúlkum í framtíðinni…

Nánar
20 des'19

Jólaleyfi

Starfsfólk Réttarholtsskóla óskar ykkur öllum gleðilegra jóla og farsæls komandi árs. Með kærri þökk fyrir samstarfið á árinu sem er að líða. Kennsla hefst aftur samkvæmt stundatöflu föstudaginn 3. janúar 2020.

Nánar
16 des'19

Gjöf frá foreldrafélaginu

Við starfsfólk Réttarholtsskóla viljum þakka innilega fyrir okkur. Foreldrafélag skólans færði okkur tvær rausnarlegar ostakörfur í hádeginu í dag sem við munum svo sannarlega njóta síðustu dagana fyrir jólaleyfi. Kærar þakkir fyrir okkur og jólakveðja til ykkar allra.

Nánar
21 nóv'19

Réttó réttir hjálparhönd 2019

Góðgerðardagur Réttarholtsskóla var haldinn 6. nóvember síðast liðinn. Í ár styrkir skólinn Stígamót en ágóðinn verður afhentur í desember. Hér má sjá myndband frá deginum Með öllum seldum fuglum fylgdi happdrættismiði og eftirfarandi númer hafa verið dregin út: 367,251,227,498,186,214,259,282,375,501,849,359,131,211,860,271,278,654,429,195,111,854,353, 420,778,232,629,426,306,153,198,333 Vinninga má vitja á skrifstofu skólans.

Nánar
14 nóv'19

Vináttumót í skák

Vináttumót Laugalækjarskóla og Réttarholtsskóla í skák fór fram á sal Laugalækjarskóla þriðjudaginn 12. nóvember. Heimsókn nemenda úr Réttarholtsskóla er liður í auknu skáksamstarfi milli skólanna. Á mótinu tefldu 22 nemendur sem komu úr skákvali í Réttarholtsskóla og skákvali 9. bekkjar í Laugalækjarskóla. Krakkarnir tefldu fjórar umferðir og voru því 44 skákir tefldar á mótinu. Heimamenn…

Nánar
07 nóv'19

Réttó áfram í Skrekk

Réttarholtsskóli komst áfram í Skrekk í gær með glæsilegu atriði Ætlið þið það standa kyrr! Skólinn keppir til úrslita næstkomandi mánudagskvöld Áfram Réttó!  

Nánar
01 nóv'19

Viðburðaríkar vikur framundan í Réttó

6. nóv – Réttó réttir hjálparhönd og Skrekkur Miðvikudaginn 6. nóv verður árlegi góðgerðadagurinn Réttó réttir hjálparhönd. Nemendur fá fræðslu frá Stigamótum og útbúa origami fugla sem þeir selja á 1000 kr. stykkið en þeim fylgir einnig happdrættismiði. Um kvöldið tekur hópur nemenda þátt í undankeppni Skrekks og fara rútur frá skólanum kl. 19 í…

Nánar