Skip to content

Fyrsti skóladagurinn í samkomubanni

Núna er fyrsti skóladagurinn í samkomubanni hafinn. Við skólastjórnendur vildum ítreka það að ekkert verður fullkomið í dag en allt sem við gerum er mikilvægt. Stór hluti nemenda vinnur að heiman en við höfum náð að koma fyrir hámarksfjölda í skólanum miðað við þau skilyrði sem okkur eru sett, 20 nemendur í rými sem mega ekki skarast við aðra nemendur og þurfa að halda þeim hópi. Mögulega mæta einhvers staðar of margir nemendur, þá er viðbúið að færa þurfi þá í annan hóp sem þeir halda sig við eða mögulega að einhverjir verði heima í dag en mæti á morgun. Við treystum því að þið sýnið biðlund og við vinnum þetta öll saman eins og við höfum áður gert.

Starfsfólk skólans hefur tekið þessu verkefni líkt og foreldrar og nemendur af miklu æðruleysi og lætur þetta ganga með jákvæðni að leiðarljósi. Minni ykkur á að allt sem nemendur gera í sjálfsnámi skiptir máli.

Kær kveðja úr skólanum,

Linda, Margrét og Jón Pétur