Skip to content

Guðrún Dís í 10. bekk gefur út bók

Alltaf gaman að segja frá hæfileikaríkum nemendum skólans en Guðrún Dís Jóhannsdóttir er einn þeirra. Hún gaf út bókina Gyðjurnar sem skýin gleypa nú á vordögum. Bókin inniheldur skemmtilegar smásögur og ljóð sem Guðrún Dís hefur samið og safnað saman. Við óskum henni innilega til hamingju með þetta frábæra verk og hlökkum mikið til að fylgjast með henni í framtíðinni.