Skip to content

Jólakveðja

Kæru fjölskyldur.

Jólakveðja frá starfsfólki skólans
(Myndband)

Við starfsfólk Réttarholtsskóla sendum ykkur okkar bestu óskir um gleðileg jól og þökkum fyrir einstakt samstarf allt síðasta ár. Árið 2020 hefur verið ansi óhefðbundið og verkefnin margvísleg og öðruvísi. Krakkarnir ykkar hafa staðið sig með sóma og við erum stolt af unglingahópnum okkar í Réttó.

Okkur langar að þakka ykkur innilega fyrir glaðninginn sem stjórn foreldrafélagið færði okkur í vikunni og eins foreldrum nemenda í 8. bekk sem komu hingað færandi hendi með góðgæti sem gladdi starfsmannahópinn heldur betur. Það er ómetanlegt að finna hlýjuna og stuðninginn frá ykkur foreldrum sem hefur verið allsráðandi allt árið. Takk fyrir okkur.

Skólastarfið hefst aftur að jólaleyfi loknu þann 4. janúar skv. stundatöflu. Við vitum ekki enn hvort einhverjar takmarkanir verði þá en munum upplýsa ykkur um leið og það er komið á hreint.

Njótið sem allra best yfir hátíðirnar og við hlökkum til samstarfsins árið 2021.

Bestu kveðjur til ykkar allra, stjórnendur og starfsfólk Réttarholtsskóla.