Skip to content

Kynning á framhaldsskólum og atvinnulífi

Í 8. og 9. bekk fá nemendur kynningu á framhaldsskólakerfinu í tengslum við val á námsgreinum fyrir 9. og 10. bekkinn. Er þá lögð áhersla á að nemendur átti sig á hvaða framhaldsskólar eru í boði og hvaða sérstöðu hver skóli hefur. Einnig fá nemendur útskýringar á bekkjarkerfi og áfangakerfi. Foreldrum og nemendum er boðið til kynningarfundar á valgreinum.

Í 10. bekk fá nemendur nánari fræðslu um framhaldsskólana og inntökuskilyrði þeirra. Einnig velja þeir sér framhaldsskóla sem þeir hafa áhuga á að heimsækja. Boðið er upp á heimsóknir í alla framhaldsskóla í Reykjavík og Kópavogi.

Að hausti í 10. bekk er haldinn kynningarfundur fyrir nemendur og foreldra þar sem nokkrir framhaldsskólar ólíkir að gerð kynna starfsemi sína.
Nemendur í 10. bekk fá auk þess að velja sér eina starfsgrein sem þeir hafa áhuga á að kynna sér í starfskynningu. Auk þess geta þeir sjálfir útvegað sér fleiri kynningar ef þeir hafa áhuga.

Innritun í framhaldsskóla

Inntökuskilyrði verða mismunandi eftir brautum. Þau eiga að stuðla að því að nemendur hafi nægan undirbúning til að takast á við nám á viðkomandi námsbraut.

lágmarksmeðaltal
á samr. prófi og lágmarkseink. á
Bóknámsbrautir samræmd próf: skólaprófi: samræmdu prófi:
Málabraut íslenska 6 5
  danska 6 5
  enska 6 5
  stærðfræði 5 4,5
Félagsfræðibraut íslenska 6 5
  enska 6 5
  samfélagsfræði 6 5
  stærðfræði 5 4,5
Náttúrufræðibraut íslenska 6 5
  stærðfræði 6 5
  náttúrufræði 6 5
  enska 5 4,5
Starfsnámsbrautir íslenska 5 4,5
  stærðfræði 5 4,5
Skólameistari getur sett skilyrði í skólanámskrá til viðbótar. Þau miðast við
frammistöðu í verk- og listgreinum og/eða aðra þætti sem benda til að nemandi
geti fullnægt þeim kröfum sem gerðar eru í viðkomandi námi.
Listnámsbrautir íslenska 5 4,5
  stærðfræði 5 4,5
Auk þess þarf nemandi að hafa lagt stund á listnám í grunnskóla eða sérskóla
með fullnægjandi árangri að mati viðtökuskóla eða geta sýnt með öðrum hætti
að námið henti þeim.
Almenn námsbraut eða sérdeild
Er ætluð nemendum sem ekki hafa lokið samræmdu prófi með tilskyldum árangri.
Að fullnægðum tilteknum skilyrðum skólameistara viðtökuskóla um námsárangur geta þeir síðan haldið áfram námi á öðrum brautum.

Nemendur sem fullnægja inntökuskilyrðum samkvæmt reglugerð hafa forgang að innritun.

Skólameistari getur heimilað nemendum sem ekki uppfylla skilyrði að hefja nám á námsbraut ef hann telur líkur á að þeir standist kröfur sem gerðar eru um námsárangur.