Skip to content

8.bekkur

Íslenska:   Til prófs er lesskilningur og ljóðahugtök. Lesskilning hafa nemendur æft jafnt og þétt á önninni. Ljóðahugtökin hafa nemendur unnið með í desember. Inni á google classroom er að finna hefti með öllum hugtökunum. Heftið er einnig að finna inni á mentor undir íslenskulotu.

Hæfniviðmið sem metin verða í prófinu eru að nemandi geti

  • lesið texta við hæfi með skilningi, lagt mat á hann og túlkað.
  • beitt nokkrum hugtökum til að fjalla um form og innihald ljóða, svo sem rím, ljóðstafi, myndmál og boðskap.

Danska

Enska:

Skriflegt próf. – óreglulegar sagnir og lesskilningur.

Stærðfræði munnlegt próf

9.bekkur

Íslenska:  Munnlegt próf úr Korku sögu. Nemendur fá þrenns konar umræðuefni fyrir prófið sem þeir eiga að undirbúa bæði í skólanum og svo heima. Í prófinu draga þau svo eitt þessara umræðuefna og ræða það við kennara. Gott er að fara yfir öll gögn, t.d. útdrætti, glósur og verkefni fyrir prófið og undirbúa sig vel. Öll helstu gögn eru að finna inni á mentor undir íslenskulotu.

Hæfniviðmið sem metin verða í prófinu eru að nemandi geti

  • greint og skilið aðalatriði og aukaatriði í texta og glöggvað sig á tengslum efnisatriða.
  • geti tekið virkan þátt í samræðum og rökræðum, tjáð skoðanir sínar og rökstutt þær.
  • flutt mál sitt af öryggi með blæbrigðum. Skýr og áheyrileg rödd.

Danska

Enska

Stærðfræði munnlegt próf

10.bekkur

Íslenska:   Framsögn metin í lífsleikniverkefni.

Hæfniviðmið þessa verkefnis eru að nemandi geti

  • flutt mál sitt skýrt og áheyrilega og hefur tileinkað sér viðeigandi talhraða og fas.
  • gert sér grein fyrir eðli góðrar framsagnar og framburðar og nýtt leiðbeiningar um framsögn, svo sem um áherslu, tónfall, hrynjandi og fas og lagað það að viðtakanda og samskiptamiðli á fjölbreyttan hátt, m.a. með leikrænni tjáningu.

Matsviðmið þessa verkefnis er að

  • nemandi getur flutt mál sitt skýrt og áheyrilega með blæbrigðum og áherslum sem hæfa efni og tilefni.

Íþróttir bóklegar:  Til prófs eru verkefni sem unnin voru í tímum,

1.Nefna fimm stærstu vöðvahópa líkamans

2.a) Nefna helstu reglur í einstaklingsíþróttagrein

2.b)Nefna helstu leikreglur í hópíþrótt

Spurningar og svör í vinnubók bls 7,11,17,27,34 og 46.

Danska

Enska

Stærðfræði munnlegt próf