Skip to content

Á skólaárinu 2013-14 tók til starfa nýtt náms- og upplýsingaver í skólanum. Þar sameinast undir einum hatti kennsla, forysta og ráðgjöf í upplýsingatækni, sérstakur stuðningur við nemendur vegna námserfiðleika og almennur stuðningur við nemendur í námi og þekkingarleit. Náms- og upplýsingaverið gegnir því mörgum hlutverkum og mikilvægum í skólanum. Í verinu starfa þrír kennarar.

Í náms- og upplýsingaverinu fá einstakir nemendur sérkennslu, einkum í íslensku, stærðfræði, ensku og dönsku. Slíkur stuðningur er skipulagður í samvinnu við greinakennara, foreldra og nemendur sjálfa og getur varað í lengri eða skemmri tíma.

Náms- og upplýsingaverið gegnir mikilvægu hlutverki í því að auka og efla læsi nemenda í víðum skilningi, upplýsinga- miðla- og tæknilæsi. Í verinu fer fram bein kennsla í notkun tölvutækni og algengra forrita auk þess sem skipulögð eru smærri og stærri þverfagleg verkefni þar sem upplýsingatækni er í öndvegi.

Náms- og upplýsingaver annast einnig útlán tækja og bóka til nemenda og kennara.

Deildarstjóri Náms- og upplýsingavers er Guðný Soffía Marinósdóttir.