Skip to content

Nemendur lesa ljóð sín fyrir kennara

Þær Esja Kristín Siggeirsdóttir og Guðrún Dís Jóhannsdóttir, nemendur í 10. bekk í Réttarholtsskóla, lásu frumsamin ljóð á samkomu Samtaka móðurmálskennara á föstudaginn síðastliðinn og stóðu sig með prýði! Þær mættu á svokallaðanskemmdegisfund Samtakanna og lásu ljóð sín fyrir gesti fundarins ásamt öðrum ungum ljóðskáldum. Það verður spennandi að fylgjast með þessum stúlkum í framtíðinni og vilja Samtök móðurmálskennara þakka þeim fyrir upplesturinn.