Skip to content

Nikótínpúðar skaðlaust fikt? Fyrirlestur í kvöld 26.1. kl. 20:00

Á undanförnum árum hefur hefur orðið sprenging í notkun ungmenna á nikótínpúðum á meðan notkun þeirra á rafrettum dregst hratt saman. Í kvöld, þriðjudaginn 26. janúar, kl. 20.00, stendur Foreldrafélag Réttarholtsskóla fyrir rafrænum fyrirlestri um þær hættur sem stafa af notkun nikótínpúða. Fyrirlesari er Lára G. Sigurðardóttir, læknir og doktor í lýðheilsuvísindum. Í fyrirlestrinum mun Lára meðal annars fjalla um þau efni sem er að finna í púðunum og þau áhrif sem þau geta haft á líkamsstarfsemi ungmenna. Fyrirlesturinn er liður í rafrænni fyrirlestraröð Foreldrafélags Réttarholtsskóla. Hlekkur á fyrirlesturinn í pósti til foreldra.