Skip to content

Skólahald eftir páskaleyfi

Nú hefst skólastarf aftur eftir páska þriðjudaginn 14. apríl. Reglur samkomubanns eru enn í gildi og verða a.m.k til 4. maí. Og skólastarfið því háð áfram þeim takmökunum sem bannið setur okkur.  Hver hópur getur ekki verið stærri en 17 nemendur þannig að mögulega þarf að koma til þess að einhverjir verði heima einstaka daga.

Fyrsti skóladagur eftir páskaleyfi verður með sama sniði og dagarnir fyrir páska en miðvikudaginn 15. apríl verður kennslan enn meira skipulögð og sett upp í stundatöflu þar sem megnið að námsgreinum fá vægi miðað við viðmiðunarstundaskrá. Að auki verður opinn fyrirspurnatími á milli 13:00 og 14:00 alla virka daga, þar geta nemendur verið í rafrænu sambandi við kennara greinanna. Ofangreint skipulag fylgir með í þessum pósti.

Það er mikilvægt að allir nemendur hlaði niður smáforritinu Google Meet en þeir nemendur sem stunda nám að heiman munu vera í ,,tímum” fyrir hádegi í gegnum smáforritið.  Þeir nemendur sem eru í vandræðum með að hlaða þessu smáforriti niður verða að láta kennarana sína vita þriðjudaginn 14. apríl og fá hjálp. Þeir nemendur sem eru heima og hafa ekki aðgang að tölvu eða snjallsíma geta fengið lánuð snjalltæki í skólanum. Endilega látið vita sem fyrst ef þið hafið þörf fyrir slíkt.

Miðvikudaginn 15. apríl hefst svo kennsla eftir þeirri stundatöflu sem er að finna í viðhenginu. Þeir sem mæta í skólann mæta eins og venjulega í ,,sína” stofu og fara í tíma eftir töflu. Þeir sem eru heima fara líka í tíma eftir sömu töflu en verða í sambandi við fjarkennara  sem fer yfir það sama og gert er í skólanum. Fjarkennarinn sendir nemendum slóð til að fara inn á og inn í rafrænar kennslustundir. Breytingin er því sú að föst stundatafla fyrir hádegi tekur gildi og fyrirspurnatímar verða eftir hádegi. Þeir sem eru heima fylgja mun meira fastri dagskrá eins og þeir nemendur sem mæta í skólann. Heimanám og skilaboð verða enn að finna á Mentor og Classroom.

Þetta verður áskorun fyrir okkur öll en skólasamfélag Réttarholtsskóla virðist vera einkar fljótt að aðlagast, hjálpast að og sína sínar bestu hliðar í þessu ástandi.

Bestu kveðjur,

Margrét, Linda og Jón Pétur