Skip to content

Í Aðalnámskrá grunnskóla er kveðið skýrt á um rétt nemenda til að hafa vinnufrið í skólanum. Þar segir:

“Ein af grundvallaréttindum nemenda eru þau að hafa vinnufrið í skólanum þannig að þeir geti náð sem bestum tökum á náminu og að kennslan nýtist þeim sem best”. (1999:49)

Reglur Réttarholtsskóla eru samdar í samráði við nemendur og starfsfólk skólans. Reglur skólans eru í meginatriðum settar fram í jákvæðum anda til leiðbeiningar um framkomu og samskipti milli nemenda og starfsfólks.

Nemendur eiga rétt á menntun sem laðar fram hæfileika hvers einstaklings. Starfsfólki og nemendum ber að skapa aðstæður sem gera öllum kleift að ná þessu marki. Í því felst að allir sem í skólanum eru eiga að temja sér eftirfarandi grundvallarreglur.

AÐ VERA TILLITSÖM/SAMUR
Virtu rétt einstaklingsins og forðastu orð og athafnir sem misbjóða öðrum.

AÐ VERA KURTEIS
Komdu fram við aðra eins og þú vilt að aðrir komi fram við þig.

AÐ VERA SAMVINNUÞÝÐ/UR
Allir þurfa að læra að vinna með öðrum.

AÐ VERA VINGJARNLEG/UR
Vingjarnleg framkoma stuðlar að vellíðan allra.

AÐ VERA VINNUSÖM/SAMUR
Gerðu þitt besta.

AÐ VERA HEIÐARLEG/UR
Sýndu öðrum að þér sé treystandi.

AÐ VANTREYSTA EKKI ÖÐRUM AÐ ÁSTÆÐULAUSU
Trúðu því að aðrir vilji raunverulega aðstoða þig.

AÐ VERA ÁBYRG/UR
Berðu ábyrgð á eigin orðum og gerðum.

Til þess að þessar grundvallarreglur nái fram að ganga þurfum við m.þ.a. að:

  • vera stundvís
  • ávarpa aðra kurteislega
  • hefja vinnu í upphafi kennslustundar
  • forðast hróp, móðganir og blótsyrði
  • koma undirbúin í kennslustund
  • hafa nauðsynleg gögn meðferðis í allar kennslustundir
  • bera virðingu fyrir umhverfi okkar, jafnt úti sem inni
  • forðast hlaup og stympingar
  • hvetja hvert annað á jákvæðan hátt

MUNIÐ
Að þið eigið rétt á að vera í friði í skólanum. Ef svo er ekki getið þið leitað til
hvaða starfsmanns sem er um aðstoð. Ætíð er fyllsta trúnaðar gætt.

Verið tilbúin að vinna með hverjum sem er í hópnum.

Biðjið um hjálp þegar nauðsyn krefur en bíðið þar til röðin kemur að ykkur.
Takið leiðbeiningum á jákvæðan hátt.

Hlýðið starfsfólki skólans.

Komið á réttum tíma í allar kennslustundir.

Forföll ber að tilkynna af forráðamönnum.

Námsbækur eru eign skólans. Nemendum ber að fara vel með þær eins og
aðrar eigur skólans. Ef bók glatast eða tjón er unnið þarf nemandi sjálfur að bæta það.

Skiljið aldrei eftir verðmæti á glámbekk.

Sumt er bannað í Réttarholtsskóla, stundum vegna þess að lög kveða á um það.

Áfengisneysla
Einelti
Kynjamisrétti
Kynþáttafordómar
Ofbeldi
Ógnandi framkoma
Reykingar
Sóðaskapur
Skemmdarverk
Skróp
Þjófnaður
Reykingar
Reykingar eru bannaðar í Réttarholtsskóla og umhverfi hans. Foreldrum verður strax gert viðvart ef nemendur virða ekki þessa reglu. Sama gildir um rafsígarettur.
Notkun snjalltækja
Skólinn gerir ekki athugasemdir við að nemendur komi með snjalltæki í skólann, en nemendum ber að hlýða fyrirmælum kennara um notkun þeirra í kennslustundum.Ítrekuð truflun af snjalltækjum einstakra nemenda getur leitt til þess að viðkomandi nemanda verði vísað til skólastjóra.