Skip to content

Áætlun um varnir gegn einelti

Það er einelti þegar einn eða fleiri beita einstakling endurteknu líkamlegu eða andlegu ofbeldi eða félagslegri útskúfun.
Sagt er að nemandi sé lagður í einelti þegar annar nemandi eða nemendur

  • segja meiðandi og óþægileg orð við hann eða hana, gera grín að honum/henni eða nota ljót og meiðandi uppnefni
  • virða hann/hana ekki viðlits eða útiloka hann/hana viljandi úr vinahópnum
  • slá, sparka, hárreita, hrinda eða loka hann/hana inni eða úti
  • segja ósatt eða dreifa upplognum rógi um hann/hana eða senda kvikindislega miða, tölvupóst eða sms skilaboð, í þeim tilgangi að reyna að fá aðra nemendur til að kunna illa við hann/hana

Sé um einelti að ræða gerist þetta oft og mörgum sinnum, og sá sem verður fyrir
því á erfitt með að verja sig.
Ef nemanda er strítt aftur og aftur á óþægilegan og meiðandi hátt er það líka einelti.
En það er ekki einelti þegar einhverjum er strítt á góðlátlegan og vingjarnlegan hátt. Það er heldur ekki einelti þegar um það bil jafnsterkir nemendur (jafningjar) slást eða rífast.