Skip to content

og óæskilegri hegðun

Nemendur eiga skýlausan rétt á að fá notið vinnufriðar í kennslustundum og að geta notið skólavistarinnar óáreittir. Einelti og hvers konar áreitni er ekki liðin í skólanum og gildir þá einu hvort um er að ræða kennslustundir, frímínútur eða leið nemenda til og frá skóla.

Valdi nemandi verulegri truflun í kennslustund og láti sér ekki segjast við áminningar kennara getur kennari vísað viðkomandi nemanda til skólastjórnenda. Nemandinn fyllir út eyðublað um ástæður þess að honum var vísað úr kennslustund. Við fyrsta tækifæri ræðir kennarinn, sem vísaði nemandanum, út, við hann og hefur samband við foreldra nemandans. Það veltur á viðbrögðum nemandans hvert framhald málsins verður. Í langflestum tilvikum er gert ráð fyrir að nemandi snúi aftur til kennslustundar að afloknu viðtalinu. Geti það ekki orðið er málinu vísað til umsjónarkennara og eftir atvikum skólastjórnenda.

Sýni nemandi af sér óviðeigandi hegðun á göngum skólans eða skólalóð, óhlýðni við starfsfólk eða áreitni við aðra nemendur, bregst skólinn við með svofelldum hætti:

  • Nemandi er áminntur af viðkomandi kennara eða starfsmanni. Sé um ítrekað brot að ræða er   umsjónarkennara gert viðvart.
  • Láti nemandi sér ekki segjast og brjóti ítrekað gegn skólareglum, skal umsjónarkennari hafa samband við foreldra og leita lausna í samvinnu við þá.
  • Verði enn ekki breyting á til hins betra skal málið kynnt fyrir skólastjórnendum sem funda með foreldrum og gera áætlun og samning um framhaldið.
  • Ef enn situr við það sama skal kynna málið fyrir nemendaverndarráði og eftir atvikum ráðgjafa þjónustumiöstöðvar.
  • Sé ástandið enn óviðunandi vísar skólastjóri málinu Barnaverndar Reykjavíkur.

Til er sérstök áætlun um viðbrögð við líkamsárásum.

Gróf eða endurtekin brot geta leitt til þess að nemanda er vísað úr skóla tímabundið. Með grófum brotum er t.d. átt við alvarlegt ofbeldi, þjófnaði, innbrot í skóla þar með talið í tölvukerfi, skemmdarverk, veggjakrot, áfengis- og fíkniefnaneyslu og sölu fíkniefna. Lögbrot eru tilkynnt lögreglu.

Gróf eða endurtekin brot á skólareglum geta leitt til þess að nemenmdur fyrirgeri rétti sínum til þátttöku í félagslífi og ferðum á vegum skólans.