Skip to content

Viðburðaríkar vikur framundan í Réttó

6. nóv – Réttó réttir hjálparhönd og Skrekkur

Miðvikudaginn 6. nóv verður árlegi góðgerðadagurinn Réttó réttir hjálparhönd. Nemendur fá fræðslu frá Stigamótum og útbúa origami fugla sem þeir selja á 1000 kr. stykkið en þeim fylgir einnig happdrættismiði. Um kvöldið tekur hópur nemenda þátt í undankeppni Skrekks og fara rútur frá skólanum kl. 19 í Borgarleikhúsið.

7. nóv – Nemendaþingið Betri Bústaðir og Látum draumana rætast

Allir nemendur taka þátt í nemendaþinginu Betri Bústaðir sem fer fram kl. 10.05 í þremur grunnskólum hverfisins. Umræðuefni eru betri svefn, forvarnir í drykkju orkudrykkja og notkun rafrettna.

14. nóv – Tvöfaldur skóladagur á skóladagatali

Á skóladagatali er gert ráð fyrir “tvöföldum” skóladegi fimmtudaginn 14. nóv. Þá mæta nemendur aftur í skólann seinnipart dags þar sem árgangarnir vinna verkefni tengd félagsfærni og námsmarkmiðum. 10. bekkur kl. 15 – 17 og 8. og 9. bekkur kl. 15:30-17:30. Nemendur fá síðdegishressingu áður en dagskrá hefst.  Nánari dagskrá verður send út seinna.