Skip to content

Vináttumót í skák

Vináttumót Laugalækjarskóla og Réttarholtsskóla í skák fór fram á sal Laugalækjarskóla þriðjudaginn 12. nóvember. Heimsókn nemenda úr Réttarholtsskóla er liður í auknu skáksamstarfi milli skólanna. Á mótinu tefldu 22 nemendur sem komu úr skákvali í Réttarholtsskóla og skákvali 9. bekkjar í Laugalækjarskóla. Krakkarnir tefldu fjórar umferðir og voru því 44 skákir tefldar á mótinu. Heimamenn sýndu þónokkra gestrisni og röðuðu þeir Sindri, Aron Elí og Einar allir úr Réttarholtsskóla sér í efstu sætin. Næsta verkefni er þátttaka á Jólamóti Taflfélags Reykjavíkur og Skóla- og frístundasviðs sem fram fer síðar í mánuðinum. Eftir áramót mun svo Laugalækjarskóli heimsækja Réttarholtsskóla þar sem tefld verður sveitakeppni.